HOME

eyglo mynd

Myndlistasýningarnar Dalir og Hólar 2008-2014

Dala og hóla-sýningar hafa að markmiði að taka þátt í mannlífi svæðisins, efna til samstarfs við heimamenn og leiða sýningargesti í ferðalag um þetta fjölbreytta og fallega svæði sem umlykur Breiðafjörðinn. Sýningin er á ýmsum stöðum í Dalabyggð og í Reykhólasveit. Verkin geta verið staðsett á ýmsum stöðum s.s. á atvinnusvæði, í yfirgefnum húsum, húsarústum, húsum í byggð eða utandyra. Listamenn Dala og hóla sýninganna hafa verið bæði íslenskir og erlendir.

Hver sýning er hugsuð sem safn sýninga sem allar eiga sér stað á sama tíma þar sem unnið er út frá staðháttum og sögu eða náttúru svæðisins. Hver listamaður velur sér sýningarstað/svæði til að vinna með.

Með Dala og hóla sýningunum er heimamönnum jafn sem gestum boðið upp á ferðalag eða ratleik um samtímalistina en jafnframt eru þeir leiddir um þetta fagra svæði umhverfis Breiðafjörðinn. Sýningarnar eru í Dalabyggð og Reykhólasveit; unnið er út frá staðháttum, náttúru og sögu svæðisins. Sýningarstaðirnir eru af ýmsum toga: hús í notkun, húsarústir eða tóm hús, eyðibýli, iðnaðarhúsnæði eða tiltekin svæði.

Sýningarnar eru skipulagðar og unnar í samvinnu við Ólafsdalsfélagið, bændur, leikmenn og menningarstofnanir á Vestfjörðum og Vesturlandi. Aðilar að sýningunum hafa einnig verið: Sauðfjársetrið á Ströndum, Minjasafn Dalamanna að Laugum, Sælingsdal, Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum, Grettislaug Reykhólum, Hlunnindasafnið Reykhólum, búnaðarskólahúsið í Ólafsdal; sett voru upp myndlistarverk á öllum þessum stöðum. Auk þess í túninu í Ólafsdal, í Skarðsstöð Skarðsströnd, á Tindum Skarðsströnd, Röðli Skarðsströnd, Nýp Skarðsströnd, Ytri Fagradal Skarðsströnd, malargrús í landi Tjaldaness, Staðarhóli Saurbæ, Króksfjarðarnesi og við Vogaland í Gilsfirði.

logo